Steven Soderbergh: Tvær í takinu.
Steven Soderbergh: Tvær í takinu.
Tvær næstu myndir sem bandaríski leikstjórinn Steven Soderbergh ætlar sér að leikstýra eru nokkuð athyglisverðar. Önnur er endurgerð Tarkovskí -myndarinnar Solaris frá árinu 1972.
Tvær næstu myndir sem bandaríski leikstjórinn Steven Soderbergh ætlar sér að leikstýra eru nokkuð athyglisverðar. Önnur er endurgerð Tarkovskí -myndarinnar Solaris frá árinu 1972. Soderbergh hyggst gera hana í samstarfi við James Cameron eða fyrirtæki hans, Lightstorm Entertainment, sem er viðeigandi því Solaris er vísindaskáldskapur. Hin er eins konar framhald af fyrstu mynd leikstjórans, Sex, lies and videotape , frá árinu 1989. Hún heitir How to Survive a Hotel Room Fire . Soderbergh getur valið úr verkefnunum í Hollywood þessa dagana en hann hlaut Óskarinn fyrir leikstjórnina á Traffic og var útnefndur að auki fyrir Erin Brockovich .