LEXUS hefur hafið mikla markaðssókn í Evrópu og virðist fyrirtækið tilbúið að taka á sig talsverðan fórnarkostnað til þess að ná sterkri stöðu á markaðnum.
LEXUS hefur hafið mikla markaðssókn í Evrópu og virðist fyrirtækið tilbúið að taka á sig talsverðan fórnarkostnað til þess að ná sterkri stöðu á markaðnum. Þannig hafa bílar fyrirtækisins verið verðlagðir lægra en hjá helstu keppinautunum og enn mega menn eiga von á nýjum bíl á samkeppnishæfu verði. Þar er um að ræða IS300, sem keppir m.a. við BMW 3 og Audi A4. Bíllinn kemur á markað í haust í Evrópu og verður strax fáanlegur jafnt sem stallbakur og langbakur. Vélin er 3ja lítra V6, 217 hestöfl og gírskiptingin er fimm þrepa hálfsjálfskipting með stjórnrofum í stýri.