Cadillac Cien með 750 ha vél.
Cadillac Cien með 750 ha vél.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
GENERAL Motors hefur kynnt tvo nýja hugmyndabíla undir Cadillac og GMC-merkjunum sem vekja mikla athygli. Cadillac Cien er ofursportbíll sem tekur mið af nýrri hönnunarstefnu merkisins sem kennt er við listir og vísindi (art and science design).

GENERAL Motors hefur kynnt tvo nýja hugmyndabíla undir Cadillac og GMC-merkjunum sem vekja mikla athygli. Cadillac Cien er ofursportbíll sem tekur mið af nýrri hönnunarstefnu merkisins sem kennt er við listir og vísindi (art and science design). Þetta er tveggja sæta sportbíll með miðjuvél sem staðsett er rétt framan við afturöxla bílsins. GM segir að innblásturinn að lágbyggðum og rennilegum bílnum hafi verið Stealth orrustuþotan. Bíllinn er með opnanlegu þaki og að aftan er stillanleg vindskeið og bíllinn er á 19 tommu hjólum að framan og 21 tommu að aftan. Vélin er 7,5 lítra V12 og sést í hana í gegnum afturglugga bílsins. Vélin er úr áli með fjóra ventla á hvern strokk og skilar 750 hestöflum. Hægt er að keyra vélina á sex strokkum þegar ekki er þörf fyrir allt vélaraflið.

Útgangspunkturinn í Terra4 er sú staðreynd að pallbílar í Bandaríkjunum eru ekki lengur einvörðungu vinnubílar heldur miklu fremur alhliða fólksbílar. Terra4 er afar róttækur bíll í tæknilegu tilliti. Hann er með fjórhjóladrifi og stýringu á öllum fjórum hjólum, Quadrasteer. Quadrasteer vinnur með hefðbundnum stýrisbúnaði bílsins. Þetta er rafmótor sem stýrir afturhjólunum þannig að þau beygja í vissu hlutfalli af beygju framhjólanna allt upp að 12 gráðum. Á miklum hraða beygja öll hjólin fjögur í sömu átt sem gerir bílinn stöðugri t.a.m. þegar skipt er um akreinar eða farið út á aðreinar eða afreinar. Á litlum hraða snúast afturhjólin í gagnstæða átt við framhjólin sem dregur verulega úr beygjuhringnum og gerir bílinn afar meðfærilegan í þrengslum.

Þetta er tvinnbíll; með 5,3 lítra V8 bensínvél, 285 hestafla, en að auki 4,8 kílóvatta rafmótor sem er staðsettur í drifrásinni á milli bensínvélarinnar og gírkassans. Rafmótorinn vinnur jafnframt afl úr þeirri orku sem verður til þegar bíllinn hægir á sér. Þegar bíllinn er stöðvaður á rauðu ljósi drepst á bensínvélinni en rafmótorinn sér öllum öðrum búnaði bílsins fyrir orku. Um leið og stigið er á inngjöfina við grænt laus fer bensínvélin í gang á ný. GM segir að þessi tækni skili allt að 15% eldsneytissparnaði án þess að það dragi úr afli bílsins. Búnaður af þessu tagi verður fáanlegur í stóra pallbíla GM, eins og GMC Sierra og Chevrolet Silverado, í byrjun árs 2004.