Örn Thomsen, framkvæmdastjóri AT Norge, Eiríkur Tómas Magnússon, Jón Ragnar Magnússon, starfsmenn á verkstæði Arctic Trucks, Jan Erik Larssen þáttastjórnandi og Tor Bergebakken myndatökumaður.
Örn Thomsen, framkvæmdastjóri AT Norge, Eiríkur Tómas Magnússon, Jón Ragnar Magnússon, starfsmenn á verkstæði Arctic Trucks, Jan Erik Larssen þáttastjórnandi og Tor Bergebakken myndatökumaður.
NORSKA ríkissjónvarpið undirritaði nýlega samstarfssamning við Arctic Trucks og Toyota í Noregi um bíl til afnota fyrir einn vinsælasta bílasjónvarpsþátt í Noregi.

NORSKA ríkissjónvarpið undirritaði nýlega samstarfssamning við Arctic Trucks og Toyota í Noregi um bíl til afnota fyrir einn vinsælasta bílasjónvarpsþátt í Noregi. Sjónvarpsþátturinn, sem sýndur hefur verið í eitt ár, er alhliða bíla- og farartækjasjónvarpsþáttur. Hi-Luxinn sem sjónvarpsþátturinn fær til afnota verður notaður í alla sjónvarpsþættina sem gerðir verða í eitt ár og mun því hljóta verulega góða kynningu. Ísland mun einnig hljóta góða kynningu því þáttastjórnandinn Jan Erik Larssen hyggur á ferð til Íslands nú í ár með bílinn með í för. Íslandsferð Norska ríkissjónvarpsins er önnur ferðin sem Arctic Trucks íNoregi skipuleggur og stendur fyrir með fjölmiðlamenn til Íslands með bíla sem breytt hefur verið á erlendri grund.