ÞÚ ert í austur í vörn gegn sex spöðum og þakkar makker í huganum fyrir vel heppnað útspil: Suður gefur; allir á hættu.

ÞÚ ert í austur í vörn gegn sex spöðum og þakkar makker í huganum fyrir vel heppnað útspil:

Suður gefur; allir á hættu.

Norður
5
ÁKD8
D862
ÁKG8

Austur
D843
94
ÁK754
93

Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 4 spaðar
Pass 6 spaðar Pass Pass
Pass
Útspil: Tígulgosi.

Sagnhafi setur lítinn tígul úr borði. Hefur þú eitthvað til málanna að leggja?

Þetta lítur vel út. Hugsanlega á vörnin tvo slagi á tígul, en einn ætti að duga til að fella slemmuna, því drottningin fjórða í trompi er líklegur slagur. "Líklegur" er einmitt rétta orðið, því spaðadrottningin er nefnilega alls ekki öruggur slagur. Segjum að þú látir lítinn tígul. Makker á slaginn og hlýtur að spila litnum áfram:

Norður
5
ÁKD8
D862
ÁKG8

Vestur Austur
7 D843
G7653 94
G109 ÁK754
10754 93

Suður
ÁKG10962
102
3
D62

Suður trompar og fer inn í borð á hjarta til að svína spaðagosa. Hann tekur næst á spaðaás og sér leguna. Sagnhafi hefur engu að tapa með því að fara nú tvisvar inn í borð á lauf og trompa tvo tígla. Þá er tromplengd hans sú sama og þín. Hann spilar svo hjarta á kóng og síðan drottningunni. Þú gætir frestað vandanum með því að henda tígli, en þá fer laufdrottningin heima og síðan verður spaðaslagurinn sviðinn af þér í tveggja spila endastöðu. Dæmigert trompbragð.

Vörnin við þessu er nú löngu farin að blasa við. Tígulgosinn er yfirtekinn og hjarta eða laufi spilað. Þá vantar sagnhafa eina innkomu til að geta stytt sig nógu oft í trompi og spaðadrottningin verður slagur.