OFT er það svo að við hugsum ekki um öryggisþætti, fyrr en eftir slys. Þannig þurfti að verða hörmulegt slys til þess að vekja menn til umhugsunar um loftræstingu í fjallaskálum.

OFT er það svo að við hugsum ekki um öryggisþætti, fyrr en eftir slys. Þannig þurfti að verða hörmulegt slys til þess að vekja menn til umhugsunar um loftræstingu í fjallaskálum.

Mér finnst það með ólíkindum að skálar eða sumarbústaðir skuli vera byggðir án þess að á þeim séu loftventlar. Slíkir loftventlar hafa marga kosti ef þeir eru rétt staðsettir. Loftventlar sitt á hvorum stafni, upp undir risi, með vindhlíf yfir svo ekki snjói eða rigni inn um þá, hafa marga kosti. Þeir fyrst og fremst tryggja stöðugt loftstreymi inn í húsið, halda eðlilegu rakastigi í timbrinu, hindra að heita loftið stöðvist í risinu, heldur halda stöðugu loftstreymi og hindra myglumyndun.

Lofttúður upp úr þaki gera ekki sama gagn og loftventlar í stöfnum, því þær draga heita loftið beint út og gera það að verkum að upphitun nýtist verr. Það verður líka að vera loftventill neðar í húsinu til þess að loftstreymi myndist. Ég myndi því leggja til að settir yrðu loftventlar á öll þessi hús sem eru loftventlalaus, því það er lítið mál og lítill kostnaður sem því fylgir.

GUÐVARÐUR JÓNSSON,

Hamrabergi 5, Reykjavík.

Frá Guðvarði Jónssyni: