Gusmao mundar myndavélina í Dili í gær. Hann hefur sagst fremur vilja vera ljósmyndari en forseti.
Gusmao mundar myndavélina í Dili í gær. Hann hefur sagst fremur vilja vera ljósmyndari en forseti.
AUSTUR-TÍMORSKA frelsishetjan Jose Alexandre "Xanana" Gusmao batt í gær enda á margra mánaða óvissu með því að tilkynna að hann hygðist bjóða sig fram til forseta landsins þegar það fær fullt sjálfstæði á næsta ári.

AUSTUR-TÍMORSKA frelsishetjan Jose Alexandre "Xanana" Gusmao batt í gær enda á margra mánaða óvissu með því að tilkynna að hann hygðist bjóða sig fram til forseta landsins þegar það fær fullt sjálfstæði á næsta ári.

Gusmao er fyrrverandi skæruliðaleiðtogi og nýtur gífurlegra vinsælda á Austur- Tímor, sem hann átti þátt í að frelsa undan 24 ára kúgunarstjórn Indónesa. Indónesískar hersveitir tóku hann höndum 1992 og var hann pólitískur fangi í Jakarta uns Austur-Tímorar samþykktu í atkvæðagreiðslu undir stjórn Sameinuðu þjóðanna 1999 að segja skilið við Indónesíu.

Vildi frekar vera bóndi eða ljósmyndari

Fram til þessa hefur Gusmao oft sagt að hann hafi engan áhuga á að verða fyrsti þjóðhöfðingi landsins. Hefur hann sagst frekar myndu vilja verða bóndi eða ljósmyndari, og að fyrrverandi uppreisnarmaður geti aldrei orðið að góðum forseta. En á fréttamannafundi í gær tilkynnti hann að aðrir stjórnmálamenn í landinu hefðu beitt sig þrýstingi og hann hefði látið undan.

Eftir fjóra daga verður kosið til 88 manna samkomu sem leggja á drög að stjórnarskrá, ákveða með hvaða hætti stjórnarfarið í landinu verði og hvernig kjör forseta og þingmanna fari fram.

Austur-Tímor hafði verið portúgölsk nýlenda í um 400 ár þegar Indónesar hertóku landið 1975. Indónesískir hermenn létu greipar sópa um landið eftir atkvæðagreiðsluna 1999 og síðan hefur landið notið sérstakrar verndar Sameinuðu þjóðanna.

Dili. AP.