VINSTRISINNAR í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, brenna veggspjöld með myndum af ríkisskuldabréfum sem nýlega voru gefin út til að greiða ríkisstarfsmönnum laun.
VINSTRISINNAR í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, brenna veggspjöld með myndum af ríkisskuldabréfum sem nýlega voru gefin út til að greiða ríkisstarfsmönnum laun. Komu skuldabréfin að hluta til í stað peninga og er hægt að nota þau til að greiða skatta, borga fyrir ýmsa almannaþjónustu og sumar vörutegundir. Útgáfa skuldabréfanna er liður í tilraunum argentínskra stjórnvalda til að afstýra hruni efnahagskerfis landsins. Ennfremur hafa stjórnvöld samið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um umfangsmikla aðstoð.