YFIRMENN í breskum fyrirtækjum, sem hringja heim til undirmanna sinna, geta átt á hættu að vera lögsóttir fyrir mannréttindabrot. Þetta kemur fram í áliti bresku Stjórnunarstofnunarinnar og greint er frá á fréttavef BBC .

YFIRMENN í breskum fyrirtækjum, sem hringja heim til undirmanna sinna, geta átt á hættu að vera lögsóttir fyrir mannréttindabrot. Þetta kemur fram í áliti bresku Stjórnunarstofnunarinnar og greint er frá á fréttavef BBC.

Nokkuð hefur verið um það rætt hvort ráðamenn fyrirtækja hafi leyfi til að skoða tölvupóst sem undirsátar þeirra senda frá sér með þeim tækjabúnaði sem þeim er fenginn í vinnunni. Niðurstaða Stjórnunarstofnunarinnar er sú að þeim sé undir engum kringumstæðum heimilt að lesa tölvuskeyti starfsfólksins.

Meiri athygli vekur hins vegar það álit lögmanna stofnunarinnar að stjórnendum sé óheimilt að hringja heim til undirmanna sinna nema skýrlega sé tekið fram í ráðningarsamningi að starf viðkomandi sé þess eðlis að hann þurfi að vera tiltækur utan vinnutíma. Sé slíkt ákvæði ekki að finna í samningi viðkomandi geti yfirmaður hans átt á hættu að vera kærður fyrir brot gegn friðhelgi einkalífsins. "Mikilvægt er að vinnuveitendur virði friðhelgi einkalífs starfsmanna sinna innan og utan vinnustaðar," sagði talsmaður stærstu verkalýðssamtaka Bretlands í samtali við BBC.