ÓSKAR Halldórsson Holm flytur meistaraprófsfyrirlestur við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands þriðjudaginn 28. ágúst 2001 kl. 16:15 í stofu 158 í húsi VR-II við Hjarðarhaga. Fjallar hann um varmaeiginleika segulmagnaðra nifteindastjarna.

ÓSKAR Halldórsson Holm flytur meistaraprófsfyrirlestur við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands þriðjudaginn 28. ágúst 2001 kl. 16:15 í stofu 158 í húsi VR-II við Hjarðarhaga. Fjallar hann um varmaeiginleika segulmagnaðra nifteindastjarna.

Í fyrirlestrinum er gerð nánari grein fyrir meistaraverkefninu þar sem varmaeiginleikarnir eru kannaðir í smáatriðum. Sýnt er með dæmum í fyrirlestrinum hvaða áhrif sterkt segulsvið hefur á varmaeiginleika efnisins í kápunni. Að lokum eru niðurstöður settar fram og þær bornar saman við niðurstöður úr öðrum sambærilegum rannsóknum.

Í umsjónarnefnd eru Einar H. Guðmundsson prófessor sem er aðalleiðbeinandi og Gunnlaugur Björnsson vísindamaður. Prófdómari er Viðar Guðmundsson prófessor. Fyrirlesturinn er öllum opinn.