ÆTLUM við neytendur að láta allt yfir okkur ganga? Hinn 21. ágúst sl. kostaði kílóið af papriku í verslun 10-11 við Grensásveg 895 kr. Kílóið af vínberjum kostaði 685 kr. Í Mosfellsbakaríi við hliðina kostaði lítið sólkjarnabrauð 300 kr.

ÆTLUM við neytendur að láta allt yfir okkur ganga? Hinn 21. ágúst sl. kostaði kílóið af papriku í verslun 10-11 við Grensásveg 895 kr. Kílóið af vínberjum kostaði 685 kr. Í Mosfellsbakaríi við hliðina kostaði lítið sólkjarnabrauð 300 kr. Verður ekki að koma á fót öflugu verðeftirliti, stofna ný neytendasamtök eða efla þau sem fyrir eru? Verðlag á matvörumarkaði leikur lausum hala, ekki síst í sambandi við grænmetis- og ávaxtamarkað og bakarí.

Hrönn Jónsdóttir,

Hæðargarði 19b, Rvík.

Slæm þjónusta

ÉG ÞURFTI að keyra dóttur mína í flug einn morguninn fyrir stuttu og kom þá við á bensínstöð Essó við Lækjargötu í Hafnarfirði en þar er opið allan sólarhringinn. Þegar ég kom inn og ætlaði að bera upp erindi mitt við afgreiðslumanninn heyrði hann ekki í mér vegna þess að sjónvarpið var svo hátt stillt. Spyr ég hann þá hvort ekki sé hægt að lækka í sjónvarpinu svo að hann heyri í mér en þá lítur hann á mig og segir: Ég er að hlusta á þetta. Var ég að velta því fyrir mér hvort þessi afgreiðslustaður sé fyrir viðskiptavini Essó eða afgreiðslufólkið.

H.F.S.

Þakklæti fyrir góða þjónustu

ÉG VIL koma á framfæri þakklæti mínu fyrir góða þjónustu hjá bónstöð Essó í Geirsgötu í Reykjavík.

Ég á svolítið sérstakan nýjan bíl og ég legg mikið upp úr því að hann líti vel út. Síðastliðinn miðvikudag þurfti ég að sýna bílinn vegna áríðandi verkefnis og leitaði því til áðurnefndrar bónstöðvar og var þar vel tekið á móti mér. Starfsmenn sýndu allan áhuga á að veita góða þjónustu svo að ég yrði ánægður og unnu verkið mjög faglega.

Ég hef fengið samskonar þjónustu annars staðar en hvergi eins lipra og góða þjónustu og þarna og vil ég ítreka þakklæti mitt.

Danni driver.

Jólastjarna úr pakkaböndum

ER einhver sem kann að föndra jólastjörnu úr pakkaböndum?

Ef einhver getur gefið upplýsingar um þetta þá vinsamlega hafið samband við Svölu f.h. í síma 567-3267.

Bakpoki í óskilum

HJÁ Reyni bakara, Dalvegi 4 í Kópavogi, gleymdist fyrir nokkrum vikum svartur og appelsínugulur bakpoki. Upplýsingar í síma 564-4700.

Barnaskór í óskilum

SVARTIR og hvítir barnaskór eru í óskilum á Ægisíðu. Upplýsingar í síma 551-0120.

Blá íþróttataska týndist

BlÁ íþróttataska hvarf úr bíl á leið frá Akureyri til Reykjavíkur. Í töskunni eru föt af unglingspilti og er taskan ómerkt. Þeir sem hafa orðið töskunnar varir hafi samband í síma 462-4525.

Svartur kven- jakki tapaðist

SVARTUR hnésíður kvenjakki var tekinn í misgripum á Casino í Keflavík aðfaranótt sunnudagsins 19. ágúst sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 586-1109 eða 698-4516.

Game Boy í óskilum

GAME BOY-leikjatölva fannst á leikvellinum við Garðsenda 22. ágúst sl. Uppl. í síma 588-1388.

Blár barnaskór í óskilum

BLÁR uppreimaður barnaskór nr. 22 fannst við Hlemm sl. miðvikudag. Upplýsingar í síma 551-4164.

Nokia 3310 týndist

NOKIA 3310 týndist í síðustu viku í Seláshverfinu, Þingási eða Þverási. Upplýsingar í síma 567-4773 eða 898-9303.

Gleraugu í óskilum

GLERAUGU fundust í miðbæ Reykjavíkur um miðjan mánuðinn. Gleraugun eru í dökkri, svolítið mislitri plastumgjörð. Upplýsingar í síma 899-4140.

Kettlingar fást gefins

ÞRÍR kettlingar, níu vikna, fást gefins á gott heimili. Ein læða er eins og Whiskas-kettlingurinn, tveir högnar eins og Felix. Kelnir og kassavanir.

Upplýsingar í síma 692-2100.

Kettlingur óskast

ÓSKA eftir mjög loðnum kettlingi, helst læðu.

Sendið helst skilaboð í GSM-síma 862-7811.