Björk, einbeitt á svip.
Björk, einbeitt á svip.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞAÐ var yfirvegað og rólegt andrúmsloft í Tjarnarbíó á föstudagskvöldið þegar hljómsveitin Lúna hélt þar útgáfutónleika. Frumburður þeirra heitir því kurteisa nafni, Lof mér að þegja þögn þinni .

ÞAÐ var yfirvegað og rólegt andrúmsloft í Tjarnarbíó á föstudagskvöldið þegar hljómsveitin Lúna hélt þar útgáfutónleika. Frumburður þeirra heitir því kurteisa nafni, Lof mér að þegja þögn þinni.

Platan, sem gefin er út af Smekkleysu, kom í verslanir um allt land í síðustu viku og voru liðsmenn Lúnu enn í skýjunum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn, rétt fyrir tónleikana.

Það er óhætt að fullyrða að þögnin hafi ekki yfirtekið salinn því tónar sveitarinnar bræddu sig inn að kjarna tónleikagesta. Liðsmenn eru lítið gefnir fyrir söng en þó eitthvað hrifnari af ljóðalestri og því kjósa þeir gjarnan að lesa nokkur ljóð um leið og þeir spila frumsamda tóna sína. Tónleikagestir kunnu greinilega að meta það sem fyrir bar því ekki voru þeir lúnir að sjá.