41 fengið bronsstig hjá BA í sumar Enn eru eftir tvö kvöld af sumarbridge hjá Bridsfélagi Akureyrar og hefur þátttaka verið allgóð í sumar. Alls hafa 41 fengið bronsstig og er Pétur Guðjónsson á toppnum sem fyrr með 139.

41 fengið bronsstig hjá BA í sumar

Enn eru eftir tvö kvöld af sumarbridge hjá Bridsfélagi Akureyrar og hefur þátttaka verið allgóð í sumar. Alls hafa 41 fengið bronsstig og er Pétur Guðjónsson á toppnum sem fyrr með 139. Í öðru sæti kemur Björn Þorláksson með 111 stig og Frímann Stefánsson er í þriðja með 96 stig. Una Sveinsdóttir hefur skorað 82 stig og er í fjórða sæti en Íslandsmeistarinn Anton Haraldsson kemur þar á eftir, hefur nælt sér í 61 stig.

14. ágúst sl. mættu 15 pör til leiks og varð staða efstu para:

Pétur Guðjónss. - Anton Haraldsson71,5%

Frímann Stefánss. - Björn Þorlákss.62,8%

Hákon Sigurst. - Kristján Þorvaldss. 54,2%

Hjalti Bergmann - Arnar Einarsson52,9%

Kristján Guðjónsson - Ævar 50,6%

Athygli vekur að aðeins 5 pör náðu meðalskori og á risaskor Antons og Péturs þar drjúgan þátt.

21. ágúst sl. léku tólf pör og þá varð lokastaðan sú að Frímann - Björn höfðu sigur með ríflega 63% í næstu sætum komu Anton - Pétur og Reynir Helgason - Örlygur Örlygsson.

Spilað er á þriðjudagskvöldum og eru allir velkomnir. Aðstoðað er við myndun para á staðnum, þ.e.a.s í Hamri.