*RENATE Künast sjávarútvegsráðherra Þýskalands kom í þriggja daga opinbera heimsókn í boði Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra.

*RENATE Künast sjávarútvegsráðherra Þýskalands kom í þriggja daga opinbera heimsókn í boði Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Á fundi þeirra var ákveðið að auka samstarf landanna um umhverfisvottun sjávarafurða og að koma skoðanaskiptum landanna um hvalveiðimál í fastmótaðan farveg.

*ELDUR kom upp í skipunum Mánatindi SU og Bjarti NK aðfaranótt miðvikudags. Í báðum tilfellum tókst áhöfninni að hindra að eldurinn bærist um skipin.

*LÖGREGLAN í Reykjavík stóð fyrir slysalausum degi í umferðinni á fimmtudag. Tilkynnt var um 14 minniháttar óhöpp.

*BJÖRK Guðmundsdóttir var sæmd frönsku heiðursorðunni Chevalier de l'Ordre National du Merite í París á fimmtudag.

*Á FYRSTU sex mánuðum þessa árs greindust fimm manns með HIV-smit og var meirihluti þeirra gagnkynhneigður. Á sama tíma greindist einn sjúklingur með alnæmi. Alls hafa 148 tilfelli HIV-sýkingar verið tilkynnt á Íslandi.

*STJÓRN Félags fasteignasala hefur beint fyrirspurn til félagsmálaráðherra varðandi nýjar reglur um viðmiðun lánsfjárhæða, en nýtt brunabótamat tekur gildi 15. september nk.