Elísabet Stella Grétarsdóttir starfar sem hjúkrunarfræðingur á Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hún er að fara í tíu daga kórferð til Bandaríkjanna.
Hvert ertu að fara?

Til New Orleans og New York.

Með hverjum ferðu?

Gospelsystrum Reykjavíkur og stjórnandanum Margréti Pálmadóttur.

Hvers vegna?

Til að halda tónleika í borgunum tveimur. Okkur kórsystur hefur lengi dreymt um að heimsækja þær slóðir sem gospeltónlistin er upprunnin frá.

Vildirðu vera að fara eitthvað annað?

Nei, alls ekki.

Hvernig skipulagðir þú ferðina?

Hún var skipulögð af ferðanefnd kórsins.

Hvernig ferðatösku áttu?

Ósköp venjulega, kannski heldur litla fyrir Ameríkuferð.

Hver er fyrsti hluturinn sem þú pakkar niður?

Snyrtidótinu mínu.

Hvaða fatnað er nauðsynlegt að taka í ferðina?

Þunnan fatnað sem ekki tekur mikið pláss og gott er að vera í.

Er eitthvað sem þú tekur með þér í öll ferðalög?

Þetta venjulega, vegabréf, tannbursta og góða skapið.

Tekurðu einhverjar bækur með þér?

Já, eina skáldsögu til að grípa í.

Hvernig nýtirðu tímann á fluginu?

Ég mun reyna að sofa.

Ef þú gætir hlustað á geisladisk, hvaða disk myndirðu hlusta á?

Nýútgefinn geisladisk Gospelsystra Reykjavíkur sem er afskaplega skemmtilegur.

Hvaða ilmvatn/ rakspíra tekurðu með þér?

Romance frá Ralph Loren og Light Blue sem er nýtt ilmvatn frá Dolce og Gabbana.

Áttu einhvern uppáhaldsveitingastað þar sem þú verður?

Nei, ég hef aldrei komið til Ameríku áður.

Hvað er skemmtilegasta frí sem þú hefur farið í?

Þegar ég fór með kórnum til Toscana á Ítalíu.

Áttu góð ráð handa ferðalöngum?

Vera jákvæðir og njóta ferðarinnar. Ekki vera með of miklar áhyggjur.