Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp á opna mótinu í skákhátíðinni í Olomouc er lauk fyrir skömmu. Tékkneski alþjóðlegi meistarinn Richard Biolek (2434) hafði hvítt gegn Maciej Swiarc (2309). 28. De6!!
Staðan kom upp á opna mótinu í skákhátíðinni í Olomouc er lauk fyrir skömmu. Tékkneski alþjóðlegi meistarinn Richard Biolek (2434) hafði hvítt gegn Maciej Swiarc (2309). 28. De6!! Afar snotur drottningarfórn sem tekst að opna a2-g8 skálínuna fyrir hvítreita biskupinn. 28 ... fxe6 29. Bxe6+ Hf7 30. Hxf7 He8 30... Bc3 gekk ekki heldur upp sökum t.d. 31. Hd7+ Kf8 32. Hxd8+ Ke7 33. Bg5+ Bf6 34. Bb3+ og hvítur vinnur. 31. He7+! Kf8 32. Hxe8+ Kxe8 33. Bb3+ og svartur gafst upp enda verður hann miklu liði undir þegar drottningin hans fellur í valinn. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Maciej Swicarz 7½ vinning af 9 mögulegum. 2.-11. Jan Johansson, Richard Biolek, Radoslaw Jedynak, Sergej Berezjuk, Roman Chytilek, Jan Sosna, Vladimir Shushpanov, Alexei Gavrilov, Robert Cvek og Leonid Bebchuk 7 v. Lokastaða íslensku keppendanna varð þessi: 38.-62. Ingvar Jóhannesson og Dagur Arngrímsson 5½ v. 97.-131. Ólafur Kjartansson 4½ v. 160.-180. Guðmundur Kjartansson 3½ v.