[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Dag einn þegar konan var að baða sig hljóp hundurinn út á götu. Konan hljóp allsber á eftir hundinum og kallaði: Nýjasta tíska! Nýjasta tíska! Daginn eftir voru allir allsberir úti á götu.

Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Dag einn þegar konan var að baða sig hljóp hundurinn út á götu. Konan hljóp allsber á eftir hundinum og kallaði: Nýjasta tíska! Nýjasta tíska! Daginn eftir voru allir allsberir úti á götu.

Heyrðist í dýrabúðinni:

- Hvernig stendur á því að kötturinn sem ég ætlaði að kaupa í gær á 3000 krónur, kostar í dag 5000 krónur?

- Af því að í millitíðinni gleypti hann páfagauk sem kostaði 2000 krónur!

Einu sinni var maður úti að ganga með tannbursta í bandi. Þá kom strákur glottandi til hans og sagði:

- Hvað heitir hundurinn þinn?

- Ha? Sérðu ekki að þetta er tannbursti? svaraði maðurinn. Um leið og strákurinn var farinn sneri maðurinn sér að tannburstanum og sagði:

- Þarna plötuðum við hann Snati!