SUMARHÁTÍÐ stendur yfir í Helsinki til 9. september. Í boði eru uppákomur af ýmsum toga víðsvegar um borgina. Tónlist spilar stórt hlutverk, djassistar ættu til dæmis að geta fundið mikið við sitt hæfi á tónleikum John Scofield.

SUMARHÁTÍÐ stendur yfir í Helsinki til 9. september. Í boði eru uppákomur af ýmsum toga víðsvegar um borgina. Tónlist spilar stórt hlutverk, djassistar ættu til dæmis að geta fundið mikið við sitt hæfi á tónleikum John Scofield. Einnig verður finnsk þjóðlagatónlist áberandi. Annarskonar listir verða einnig í fyrirrúmi, listasýningar verða opnaðar víða og meðal annars sýndir skúlptúrar Anish Kapoor.

Menningarnótt Helsinkiborgar verður svo haldin 30. ágúst og er hún hámark sumarhátíðarinnar. Þá verða hundruð uppákoma og sýninga í miðborginni, margar hverjar ókeypis.