Húsin sem tilheyra Fosshótel Ingólfi verða fjögur innan tíðar en átta herbergi eru í hverju húsi.
Húsin sem tilheyra Fosshótel Ingólfi verða fjögur innan tíðar en átta herbergi eru í hverju húsi.
NÝJASTA hótelið í röð Fosshótela hér á landi ber heiti fyrsta landsnámsmannsins, Ingólfs Arnarsonar. Það var opnað fyrr í sumar og er staðsett miðja vegu milli Hveragerðis og Selfoss, að Ingólfshvoli í Ölfusi.

NÝJASTA hótelið í röð Fosshótela hér á landi ber heiti fyrsta landsnámsmannsins, Ingólfs Arnarsonar. Það var opnað fyrr í sumar og er staðsett miðja vegu milli Hveragerðis og Selfoss, að Ingólfshvoli í Ölfusi.

Hótelið er nýbygging, samtals fjögur hús innan tíðar, og hefur þá sérstöðu meðal annars, að við hvert hinna 24 herbergja er að finna heitan pott en borað var eftir heitu vatni og því er notast við eigin veitu, að sögn Örns Karlssonar nýbakaðs hótelstjóra.

Ætlunin er að opna formlega í vikunni með nýjum samstarfssamningi við Fosshótelin. "Starfsemi okkar er ætluð meðal annars undir árshátíðir og óvissuferðir en hér er að finna 100 manna ráðstefnusal og veitingahúsið IngólfsCafé þar sem býðst morgunmatur, auk hádegis- og kvöldmatar þar sem er í boði Tex Mex, kúrekasteikur og allt þar á milli.

Það sem ljær staðnum þó sérstakan blæ er hestamennskan en hér nálægt er reiðhöll og fjöldi námskeiða er í boði, auk hestasýninga og hestaleigu. Nýlega var reiðskólinn viðurkenndur formlega og því er unnt að bjóða þar nám á framhaldsskólastigi."

Í garði Fosshótelsins er einnig stór heitur pottur fyrir gesti og gufubaðsaðstaða. Fyrir þá sem vilja ferðast ódýrt eru herbergi í boði án snyrti- og baðaðstöðu.

Fosshótel Ingólfur er það ellefta í röð Fosshótela hér á landi, og kveðst Örn binda miklar vonir við samstarfið.