Það getur verið ótrúlega gaman að mála með höndunum og sumir krakkar rífa sig jafnvel úr sokkunum ogmála með tásunum sínum.

Það getur verið ótrúlega gaman að mála með höndunum og sumir krakkar rífa sig jafnvel úr sokkunum ogmála með tásunum sínum. Svona fingramálning hentar börnum allt frá 2 ára, þannig að þið sem eldri eruð getið jafnvel sýnt litlu systkinunum hvernig á að fara að.

2 msk sykur

1/3 bolli maizenamjöl

(kornsterkja)

2 bollar kalt vatn

1/4 bolli glær uppþvottalögur

matarlitir

Ef þið viljið reyna þessa fingramálningu, þá er best að biðja mömmu og pabba um hjálp við að búa hana til.

Þið þurfið að segja þeim að blanda saman sykri og kornsterkju í litlum potti. Bæta smám saman vatninu við. Þau eiga að hita þetta við lágan hita og hræra í þar til blandan verður jöfn eða næstum gegnsætt gel, en það tekur um fimm mínútur. Svo þegar blandan hefur kólnað, þurfa þau að hræra uppþvottaleginum saman við. Síðan skipta þau blöndunni jafnt í ílát og bæta við mismunandi matarlit sem þið eruð búin að velja fyrirfram.