Drekinn spýr eldi og reynir að ná í fólk, til að borða. Hann læðist á kvöldin, til að veiða - fólk. Hann vill ekki láta sjá sig svo hann læðist, í skjóli myrkurs, til að veiða, - fólk!

Drekinn spýr eldi

og reynir

að ná í fólk,

til að borða.

Hann læðist

á kvöldin,

til að veiða

- fólk.

Hann vill

ekki láta sjá sig

svo hann læðist,

í skjóli myrkurs,

til að veiða,

- fólk!

Þetta flotta og hrollvekjandi ljóð samdi Ingibjörg Laufey fyrir fimm árum þegar hún var á Leikskólanum Staðaborg í Reykjavík.

Krakkar eru nefnilega oft mjög góð ljóðskáld og kannski að þú ættir að prófa að semja ljóð eða kannski rapptexta og jafnvel senda barnasíðum Moggans.

Það er hægt að semja ljóð um hvað manni finnst skemmtilegast að gera eða þann sem manni þykir vænst um, hvað er best að borða eða jafnvel það sem maður sér út um gluggann. Svo er líka alltaf gaman að búa bara til sinn eigin ævintýraheim eins og Ingbjörg Laufey gerði.