[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞAÐ ríkir stríð milli katta og hunda í kvikmyndinni Cats & Dogs sem nú er verið að sýna í bíó. Og það er stríð um heimsyfirráð. Þar ætla kettir að reyna að útrýma hundunum sem eru alltaf kallaðir bestu vinir mannsins.

ÞAÐ ríkir stríð milli katta og hunda í kvikmyndinni Cats & Dogs sem nú er verið að sýna í bíó. Og það er stríð um heimsyfirráð. Þar ætla kettir að reyna að útrýma hundunum sem eru alltaf kallaðir bestu vinir mannsins. Og nú eru góð ráð dýr fyrir hundana, því aðalnjósnarinn þeirra hefur verið tekinn til fanga af köttunum. Og þá kemur óvart í hlut litla hvolpsins Lúlla að gerast njósnari og redda málunum fyrir alla hunda heimsins. Og þið getið ekki ímyndað ykkur ævintýrin sem Lúlli lendir í.

Þegar mannskepnan sér ekki til

Kannski vissuð þið það ekki, en í þessari mynd kemur berlega í ljós að hundar og kettir eru með mikið vit í kollinum og ekki nóg með það heldur kunna þeir líka mannamál! Ætli þeir séu bara að gabba okkur með þessu sífellda mjálmi og gelti? Ætli það sé satt að um leið og engar mannskepnur eru nálægt þeim fara þau að tala mannamál og leggja á ráðin um leynistríð sín á milli? Til þess að komast að hinu sanna í þessu er um að gera að njósna um þá þegar þeir halda að þið sjáið ekki til.

Kunna kettir útlensku?

Ótrúlegustu hlutir gerast í þessari skemmtilegu og spennandi bíómynd.

Vefsíða myndarinnar er líka svolítið skemmtileg en hún er á ensku svo gott er að biðja eldra systkini um hjálp. Eða af hverju ekki að biðja bara kött eða hund um hjálp? Ef þeir kunna mannamál, kunna þeir þá kannski líka útlensku?

Slóðin er: http://catsanddogs-movie.warnerbros.com