HEKLA Sól var sjö ára stelpa frá Snæfellsnesinu, nánar tiltekið frá Búðum. Hún var yngst af systkinum, fjórum stelpum og fimm strákum.

HEKLA Sól var sjö ára stelpa frá Snæfellsnesinu, nánar tiltekið frá Búðum. Hún var yngst af systkinum, fjórum stelpum og fimm strákum. Hún var ákaflega sérstök stúlka eins og reyndar allir aðrir á heimilinu nema pabbi hennar, hann var bóndi og jafnjarðbundinn og dýrin á bænum. Móðir hennar var eins og úr öðrum heimi enda var ekkert vitað um hennar ættir eða hvaðan hún kom og talið að hún hefði komið úr jöklinum. Heklu Sól þótti gaman að leika sér í berginu. Allt í einu hljóp eitthvað inn í helli, hún þorði ekki inn heldur fór hún heim. Daginn eftir datt henni í hug að fara aftur og skoða hellinn. Hún gekk lengi með vasaljós þangað til hún fann litla rauða húfu. Hún kannaðist ekki við þessa húfu, hún hafði aldrei séð svona húfu áður. Húfan var með löngum dúski sem var gulur. Hún setti húfuna á sig en hún passaði ekki, hún var of lítil. Þá heyrði hún þrusk innar í hellinum, hún gekk rakleitt lengra inn í hellinn og þar fann hún lítinn álf sem var að drekka te. Hann bauð henni te og þau urðu góðir vinir. Álfurinn litli lýsti í myrkri og þess vegna kallaði hún hann ljósálf. Hekla Sól fór á hverjum degi til að hitta ljósálfinn en einn daginn vildi ljósálfurinn koma henni á óvart og þess vegna fór hann í heimsókn til hennar. Því hefði hann betur sleppt því pabbi hennar var að sækja Moggann út á plan og sá ljósálfinn og greip hann glóðvolgan. Litli ljósálfurinn hrópaði á hjálp og þá kom Hekla Sól hlaupandi og sagði pabba sínum að sleppa honum. Pabbi hennar sagði henni að þau skyldu setja hann á dýrasafn og verða forrík. Hekla Sól fór að gráta og sagði að þetta væri besti vinur hennar. Pabbi hennar hlustaði ekki á hana. Daginn eftir brunaði pabbi hennar og mamma í bæinn með ljósálfinn. Um kvöldið komu þau heim. Um nóttina fór Hekla Sól ríðandi á hesti á bæinn. Þar var fullt af húsum en á endanum fann hún húsið sem hún var að leita að, dýrasafnið. Hún fann opinn glugga og tróð sér í gegnum hann, þar var fullt af dýrum. Hún gekk um og skoðaði. Inni í einu horninu sá hún litla ljósálfinn sinn, en nú vandaðist málið. Hvernig átti hún að opna búrið? Með naumindum náði Hekla Sól að opna búrið með stórri spýtu. Ljósálfurinn stökk út og faðmaði hana. Þau fóru hljóðlega út um gluggann. Hesturinn hafði verið óþolinmóður og var því kominn að glugganum. Hekla Sól lyfti ljósálfinum á bak og stökk svo sjálf. Síðan riðu þau heim á leið. Næsta dag var Hekla Sól voða syfjuð. Litli ljósálfurinn lærði af þessu.

JÓNÍNA Kristbjörg Björnsdóttir, 8 ára