ÖKUMAÐUR flutningabifreiðar sem flutti 22.500 lítra af hreinni tjöru hafði ekki tilskilin ADR-réttindi til að aka bifreið með hættulegan farm. Þetta kom í ljós þegar lögreglan stöðvaði akstur bifreiðarinnar við Mjóddina á fimmtudag.

ÖKUMAÐUR flutningabifreiðar sem flutti 22.500 lítra af hreinni tjöru hafði ekki tilskilin ADR-réttindi til að aka bifreið með hættulegan farm. Þetta kom í ljós þegar lögreglan stöðvaði akstur bifreiðarinnar við Mjóddina á fimmtudag.

Við skoðun lögreglu kom í ljós að hættumerkingar vantaði á bifreiðina og einnig varúðarmerkingar á festivagn. Hvorki var slökkvitæki í bifreiðinni né á tengivagni. Ökumaðurinn má vænta sektar.