PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segir að búið verði að setja nýjar reglur um viðmiðun lánsfjárhæða Íbúðalánasjóðs áður en nýtt brunabótamat tekur gildi 15. september.

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segir að búið verði að setja nýjar reglur um viðmiðun lánsfjárhæða Íbúðalánasjóðs áður en nýtt brunabótamat tekur gildi 15. september.

Stjórn Félags fasteignasala hefur skrifað félagsmálaráðherra bréf þar sem kallað er eftir nýjum reglum, en viðmiðun lánsfjárhæða Íbúðalánasjóðs hefur verið brunabótamat sem lækkar verulega á flestum fasteignum 15. september. Það er sjónarmið Stjórnar Félags fasteignasala að lánveitingar eigi ekki að miðast við brunabótamat sem sé orðið þetta lágt heldur eigi þær eðlilega að miðast við markaðsverð. Framboð og eftirspurn eigi að ráða verði fasteigna.

Félagsmálaráðherra sagði að greint yrði frá því hvernig tekið yrði á þessu máli þegar þar að kæmi, það yrði að líkindum í næstu viku en örugglega fyrir miðjan mánuð. "Stjórn Íbúðalánasjóðs þarf að koma að málinu sem og Seðlabankinn. Ég á von á því að þetta gangi allt saman upp og hef ekki áhyggjur af þessu," segir Páll.