Sigurður Fannar Guðnason fæddist í Reykjavík 27. júní 1949. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 21. ágúst síðastliðins. Foreldrar hans voru Þorbjörg Sigurðardóttir og Guðni Guðnason sem eru bæði látin. Sigurður átti einn bróður Geir Guðnason, sem kvæntur er Ásbjörgu H. Guðnason og eiga þau tvö börn Gary og Lindu Guðnason. Þau eru búsett í Bandaríkjunum. Einnig átti Sigurður einn uppeldisbróður Gunnar Gunnarsson. Hinn 24. febrúar 1968 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni Ólu Helgu Sigfinnsdóttur, f. 25. september 1947. Hún er dóttir hjónanna Valgerðar Ólafsdóttur og Sigfinns Karlssonar. Börn Sigurðar og Ólu eru: 1) Vala Vigdís, f. 10. september 1968, d. 15. júlí 1987. 2) Guðný Björg, f. 15. apríl 1976, sambýðismaður Þorsteinn Birkir Sigurðarson, f. 5. janúar 1975, og þeirra sonur er Kormákur Daði, f. 16. maí 1997. Þau eru bæði við nám í Danmörku. 3) Sigfinnur Fannar, f. 5. október 1978, er við nám í Bandaríkjunum.

Útför Sigurðar Fannars fer fram frá Aðventkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 27. ágúst og hefst athöfnin klukkan 15.

Þegar æfi-röðull rennur rökkva fyrir sjónum tekur, sár í hjarta sorgin brennur söknuð, harm og trega vekur. Hart þú barðist huga djörfum með hetjulund til síðsta dagsins í öllu þínu stríði og störfum sterkur varst til sólarlagsins. Öllum stundum, vinur varstu veittir kærleiks yl af hjarta. Af þínum auði okkur gafstu undurfagra minning bjarta. (Aðalbjörg Magnúsdóttir.)

Elsku Siggi minn. Þrjátíu og fjögur ár skilja eftir margar minningar, sem ég ætla ekki að rekja hér en þóvil ég segja að mestu hamingjudagarnir okkar voru án efa þegar börnin okkar fæddust og svartasti og versti dagurinn sem við upplifðum var dagurinn sem við gátum aldrei gleymt né sætt okkur við þegar við misstum elsku Völuna okkar í bílslysi.

Elsku vinur, ég vil kveðja þig með þessu kvæði eftir Diddu vinkonu okkar og þakka þér samfylgdina.

Þegar æfi-röðull rennur

rökkva fyrir sjónum tekur,

sár í hjarta sorgin brennur

söknuð, harm og trega vekur.

Hart þú barðist huga djörfum

með hetjulund til síðsta dagsins

í öllu þínu stríði og störfum

sterkur varst til sólarlagsins.

Öllum stundum, vinur varstu

veittir kærleiks yl af hjarta.

Af þínum auði okkur gafstu

undurfagra minning bjarta.

(Aðalbjörg Magnúsdóttir.)

Hvíldu í friði.

Þín eiginkona

Óla Helga.

Elsku pabbi.

Ég sendi þér kæra kveðju,

nú komin er lífsins nótt.

Þig umvefji blessun og bænir,

ég bið að þú sofir rótt.

Þó svíði sorg mitt hjarta

þá sælt er að vita af því

þú laus ert úr veikinda viðjum,

þín veröld er björt á ný.

Ég þakka þau ár sem ég átti,

þá auðnu að hafa þig hér.

Og það er svo margs að minnast,

svo margt sem um hug minn fer.

Þó þú sért horfin úr heimi,

ég hitti þig ekki um hríð.

Þín minning er ljós sem lifir

og lýsir um ókomna tíð.

(Þórunn Sig.)Guð geymi þig, elsku pabbi. Við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur og söknum þín sárt.

Þín börn

Guðný Björg og

Sigfinnur Fannar.

Kæri afi. Þú hefur verið fastur punktur í allri tilveru minni. Ég man brosandi augu þín, hönd þína sem leiðbeindi mér, arm sem forðaði mér frá vá og ruggaði mér í svefn. Þú ert hluti af lífi mínu. Hluti af mér. Um eilífð.

Þinn afastrákur

Kormákur Daði.

Óla Helga.