Eldgamla Ísafold ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð! mögum þín muntu kær, meðan lönd gyrðir sær og guma girnist mær, gljár sól á hlíð. --- Eldgamla Ísafold, ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð!

Eldgamla Ísafold

ástkæra fósturmold,

fjallkonan fríð!

mögum þín muntu kær,

meðan lönd gyrðir sær

og guma girnist mær,

gljár sól á hlíð.

---

Eldgamla Ísafold,

ástkæra fósturmold,

fjallkonan fríð!

ágætust auðnan þér

upp lyfti, biðjum vér,

meðan að uppi er

öll heimsins tíð.

Íslands minni eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841) er hér birt eins og það stendur í Skólaljóðum (ártal vantar) að öðru leyti en því að hendingin: "og gumar girnast mær" hefur verið breytt í: "og guma girnist mær" sem er samkvæmt eiginhandarriti skáldsins eins og Helga Kress hefur bent á í grein sinni "Guma girnist mær" (Speglanir, 2000). Í viðtali við Lesbók í dag segir Helga að hendingunni hafi í öllum prentuðum útgáfum ljóðsins verið breytt þannig að karlarnir girntust konuna.