Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Fyrir nokkrum árum vann Hannes Hlífar Stefánsson glæstan sigur á Lost Boys mótinu sem haldið var í Antwerpen. Mótshaldarar sáu þó ekki ástæðu til að bjóða honum aftur á það en það hefur nú verið flutt til Amsterdam.
Fyrir nokkrum árum vann Hannes Hlífar Stefánsson glæstan sigur á Lost Boys mótinu sem haldið var í Antwerpen. Mótshaldarar sáu þó ekki ástæðu til að bjóða honum aftur á það en það hefur nú verið flutt til Amsterdam. Mótið í ár var eins og endranær skipað mjög sterkum skákmönnum. Sigurvegari mótsins, Loek Van Wely (2695), hafði hvítt gegn landa sínum Friso Nijboer (2551). 31. Bxf5! He8 31... gxf5 gekk ekki upp sökum 32. Hd8+ og hvítur vinnur. Í framhaldinu kemur svartur engum vörnum við. 32. Bd7 h6 33. Bxe8 Bxe8 34. Bxh6 He6+ 35. Kf2 Rc6 36. Bg5 Kf7 37. He1 og svartur gafst upp. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Loek Van Wely 7½ vinning af 9 mögulegum. 2.-5. Emil Sutovsky, Ivan Sokolov, Jeroen Piket og Jan Timman 6½ v. 2. umferð Skákþings Íslands, landsliðsflokks, fer fram 1. september kl. 17:00 í íþróttahúsinu við Strandgötu.