Brian Pretty  kyssir Diane, eiginkonu sína, er dómarinn hafði kveðið upp úrskurðinn.
Brian Pretty kyssir Diane, eiginkonu sína, er dómarinn hafði kveðið upp úrskurðinn.
BRESK kona, sem er næstum alveg lömuð vegna alvarlegs taugasjúkdóms, vann nokkurn sigur fyrir rétti í gær í baráttu sinni fyrir því að eiginmaður hennar megi aðstoða hana við að deyja.

BRESK kona, sem er næstum alveg lömuð vegna alvarlegs taugasjúkdóms, vann nokkurn sigur fyrir rétti í gær í baráttu sinni fyrir því að eiginmaður hennar megi aðstoða hana við að deyja.

Yfirvöld höfðu áður úrskurðað að hjálpaði eiginmaður Diane Pretty, sem er 42 ára, henni að deyja, mætti hann vænta þess að vera saksóttur. Dómari í London úrskurðaði hins vegar að Pretty gæti farið fram á að yfirvöld endurskoðuðu afstöðu sína.

Pretty brast í grát er hún heyrði niðurstöðu dómarans en hún heldur því fram að með því að neyða hana til að lifa því niðurlægjandi lífi, sem hún að eigin sögn lifir, sé verið að brjóta á henni sjálfsögð mannréttindi. Nýtur hún stuðnings ýmissa samtaka sem til dæmis berjast fyrir því að helsjúkt fólk fái að binda enda á líf sitt.

Pretty, sem er tveggja barna móðir, greindist með sjúkdóminn 1999 og síðan hefur hann ágerst svo, að nú er hún næstum alveg lömuð og alveg upp á mann sinn komin með allt.

London. AFP.