Í fornöld á jörðu var frækorni sáð, það fæstum var kunnugt, en sumstaðar smáð. Það frækorn var guðsríki, í fyrstunni smátt, en frjóvgaðist óðum og þroskaðist brátt. Þá dundu yfir stormar og hretviðrin hörð, og haglél og eldingar geisuðu um jörð.

Í fornöld á jörðu var frækorni sáð,

það fæstum var kunnugt, en sumstaðar smáð.

Það frækorn var guðsríki, í fyrstunni smátt,

en frjóvgaðist óðum og þroskaðist brátt.

Þá dundu yfir stormar og hretviðrin hörð,

og haglél og eldingar geisuðu um jörð.

Það nístist af frosti, það funaði af glóð,

en frjóvgaður vísir þó óskemmdur stóð.

Og frækornið smáa varð feiknar stórt tré.

Þar fá mátti lífsins í stormunum hlé.

Það breiddi sitt lim yfir lönd, yfir höf,

á lifenda bústað, á dáinna gröf.

Í skjóli þess þjóðirnar þreyta sitt skeið

og þreyttur fær hressing á erfiðri leið,

í skjóli þess hrakinn og vesall fær vörn,

þar velja sér athvarf hin saklausu börn.

---

Valdimar Briem