Boðskort sýningar Alberts Mertz í Galleríi Kambi.
Boðskort sýningar Alberts Mertz í Galleríi Kambi.
SÝNING á verkum danska listamannsins Albert Mertz verður opnuð í dag kl. 15 í Galleríi Kambi í Holta- og Landsveit. Sýningin er valin af Gunnari Erni, staðarhaldara, í samvinnu við Lone Mertz, ekkju listamannsins.

SÝNING á verkum danska listamannsins Albert Mertz verður opnuð í dag kl. 15 í Galleríi Kambi í Holta- og Landsveit. Sýningin er valin af Gunnari Erni, staðarhaldara, í samvinnu við Lone Mertz, ekkju listamannsins. Þar gefur að líta breitt úrval af verkum, unnin með gouacher litum á pappír (frá áttunda áratugnum) og verkinu Rödt og Blå Huskors frá 1973. Lone Mertz tekur þátt í að mála tilbúna hluti á sýninguna í rauðum og bláum litum (borð, stól og stein úti í náttúrunni).

Bandaríski listamaðurinn Lawrence Weiner fylgir sýningunni úr hlaði með ritsmíð um Mertz sem heitir: "I never did ask Albert why red & why blue?"

Albert Mertz (1920-1990) kom fyrst fram sem listamaður þrettán ára gamall og strax frá unga aldri tilheyrði hann hópi framsækinna danskra listamanna. Hann starfaði ekki einungis sem myndlistarmaður heldur einnig sem kvikmyndagerðarmaður og var ötull greinarhöfundur um menningarmál. Á tímabilinu 1962-1976 er hann var búsettur í Frakklandi þróaði hann stíl sinn, málarakenninguna Rautt & Blátt.

Sýningin stendur til 30. september.