AKUREYRARBÆR auglýsir lausar til umsóknar 55 íbúðarhúsalóðir í 4. áfanga Giljahverfis í næstu viku. Lóðirnar eru nyrst og vestast í hverfinu og er umsóknarfrestur til 20. september.

AKUREYRARBÆR auglýsir lausar til umsóknar 55 íbúðarhúsalóðir í 4. áfanga Giljahverfis í næstu viku. Lóðirnar eru nyrst og vestast í hverfinu og er umsóknarfrestur til 20. september.

Um er að ræða 25 einbýlishúsalóðir, 10 lóðir fyrir hús á einni hæð og 15 lóðir fyrir hús á tveimur hæðum. Fjórar lóðir fyrir parhús og fimm fyrir raðhús.

Væntanlegir umsækjendur þurfa að leggja fram greiðslumat frá viðurkenndri fjármálastofnun en úthlutun lóðanna fer fram með útdrætti, samkvæmt nýsamþykktri reglugerð.

Einnig er bærinn að auglýsa eldri lóðir víðs vegar um bæinn, m.a. íbúðarhúsalóðir í Síðu- og Giljahverfi og iðnaðar- og þjónustulóðir, aðallega í nýja hverfinu í Krossaneshaga.

Að sögn Finns Birgissonar hjá umhverfisdeild Akureyrarbæjar er alltaf stöðug spurn eftir íbúðarhúsalóðum og þá mest eftir lóðum fyrir einnar hæðar hús en hins vegar er mun minni spurn eftir lóðum fyrir atvinnuhúsnæði.

Upplýsingar um lausar lóðir og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu bæjarins.