ÞAU tímamót urðu í sögu Landssíma Íslands í gær, að síðasti hluthafafundur fyrirtækisins sem ríkisfyrirtækis var haldinn. Fundinn sat m.a. eini hluthafi fyrirtækisins, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra.

ÞAU tímamót urðu í sögu Landssíma Íslands í gær, að síðasti hluthafafundur fyrirtækisins sem ríkisfyrirtækis var haldinn. Fundinn sat m.a. eini hluthafi fyrirtækisins, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra.

Á fundinum var verið að ganga frá ýmsum breytingum á samþykktum sem taldar voru nauðsynlegar í aðdraganda einkavæðingar fyrirtækisins.

Á fundinum bar eini hluthafi hlutafélagsins, samgönguráðherra, upp tillögu um breytingar á samþykktum hlutafélagsins. Skemmst er frá því að segja að tillagan var samþykkt af ráðherra.

Á myndinni eru frá vinstri: Sigurgeir H. Sigurgeisson fundarritari, Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri samgönguráðuneytis, Jón Birgir Jónsson ráðuneytisstjóri, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Landssímans, Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans og Andri Árnason, lögmaður Landssímans.