HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða frestaði í gær að ákveða refsingu yfir tvítugum manni sem játaði að hafa otað hníf að tveimur lögreglumönnum á Bíldudal í maí 1999. Haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár, þarf hann ekki að sæta refsingu.

HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða frestaði í gær að ákveða refsingu yfir tvítugum manni sem játaði að hafa otað hníf að tveimur lögreglumönnum á Bíldudal í maí 1999. Haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár, þarf hann ekki að sæta refsingu.

Ákæra var ekki gefin út fyrr en í júlí 2001. Í dómnum segir að þar sem maðurinn hafi ógnað lögreglumönnunum með vopni hljóti brotið að varða þyngri refsingu en einungis sekt. Hámarksrefsing fyrir að hóta opinberum starfsmanni er sex ára fangelsi. Rétt þótti að fresta ákvörðun refsingar m.a. vegna dráttar málsins.