KONA sem ákærð er fyrir að standa ekki skil á rúmlega 9,3 milljónum króna af innheimtum virðisaukaskatti játaði sök sína fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær.

KONA sem ákærð er fyrir að standa ekki skil á rúmlega 9,3 milljónum króna af innheimtum virðisaukaskatti játaði sök sína fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Í ákæru efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að konan braut ennfremur gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda en hún stóð sýslumanninum í Kópavogi ekki skil á rúmlega 1,7 milljónum króna sem hún hélt eftir af launum starfsmanna sinna.

Maður sem efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra ákærði fyrir að standa ekki skil á rúmlega 910.000 krónum í virðisaukaskatt, samþykkti í gærmorgun að gangast undir viðurlagaákvörðun. Hann mun greiða tvær milljónir í sekt til ríkissjóðs eða sæta 48 daga fangelsi ella.

Maðurinn innheimti virðisaukaskattinn af sjálfstæðri atvinnustarfsemi sinni á árunum 1995-1999.

Þá játaði maður að hafa ekki staðið skil á um 2,5 milljónum króna af innheimtum virðisaukaskatti og fyrir að hafa brotið gegn lögum um bókhald.