Tjaldið er um 1.700-1.800 fermetrar að stærð og lofthæð þess er 8,5 m.
Tjaldið er um 1.700-1.800 fermetrar að stærð og lofthæð þess er 8,5 m.
TJALDHVELFING, sem flutt var inn til landsins frá Ástralíu af hálfu Golfsambands Íslands (GSÍ) í lok júlí sl., verður væntanlega sett upp með haustinu að sögn Harðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra GSÍ.

TJALDHVELFING, sem flutt var inn til landsins frá Ástralíu af hálfu Golfsambands Íslands (GSÍ) í lok júlí sl., verður væntanlega sett upp með haustinu að sögn Harðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra GSÍ.

Um er að ræða hvelfingu sem er um 1700-1800 fermetra uppblásið hús og er lofthæð þess 8,5 metrar. Tjaldinu er haldið uppi með loftþrýstingi sem myndast með hjálp þar til gerðra mótora.

Að sögn Harðar var verkefnið upphaflega unnið með Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Því hefði Hafnarfjarðarbær verið fenginn til þess að taka formlega á móti tjaldinu sem gjöf frá sveitarfélagi rétt fyrir utan Sydney, North Sydney.

Fengu tilboðið á ólympíuleikunum

"Flutningurinn hingað til lands hefur verið ansi mikið fyrirtæki og hefur GSÍ staðið straum af öllum kostnaði. Þá hefur golfvertíðin verið í fullum gangi en í september verður tekin ákvörðun um hvar tjaldið kemur til með að rísa. Við eigum eftir að fara í viðræður við golfklúbbana á höfuðborgarsvæðinu varðandi það, þannig að sem flestir kylfingar geti notið þessarar aðstöðu yfir vetrartímann."

Hörður segir að á ólympíuleikunum í Sydney hafi forráðamönnum íslensku íþróttahreyfingarinnar verið boðið að flytja tjaldið til Íslands á eigin vegum en það er tíu ára gamalt og þarfnast einhverra lagfæringa. Tjaldið var áður notað yfir 50 metra sundlaug.

"Ellert B. Schram kynnti boðið á Golfþingi í nóvember sl. og í framhaldi af því var ákveðið að láta til skarar skríða. Boðið var þegið og hefur verið ákveðið að nýta það til að koma upp langþráðri aðstöðu til vetraræfinga, þar sem hægt verður að stunda fjölbreyttari æfingar en verið hefur," segir Hörður.