RÚMLEGA 45 milljóna króna munur var á hæsta og lægsta tilboði í Kjalarnesæð sem flytur heitt vatn út á Kjalarnes en borgarráð hefur samþykkt tilboð lægstbjóðanda, RBG - vélaleigu og verktaka ehf., í verkið.

RÚMLEGA 45 milljóna króna munur var á hæsta og lægsta tilboði í Kjalarnesæð sem flytur heitt vatn út á Kjalarnes en borgarráð hefur samþykkt tilboð lægstbjóðanda, RBG - vélaleigu og verktaka ehf., í verkið.

Kostnaðaráætlun verksins var tæpar 46 milljónir og hljóðaði tilboðið upp á 51% af því eða rúmar 23 milljónir króna. Hæsta tilboðið var hins vegar rúmar 68 milljónir króna eða tæp 149% af kostnaðaráætlun og kom það frá Sveini Skaftasyni.

Að sögn Ívars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra dreifingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, flytur æðin heitt vatn út á Kjalarnes. Hún sé hins vegar of grönn og því sé ófullnægjandi þrýstingur úti á Kjalarnesi.

"Við gátum annaðhvort reist dælustöð eða sett sverari lögn í staðinn og það ætlum við að gera. Það þarf að grafa skurð fyrir nýrri æð og í hann verða jafnframt lagðir rafmagns- og símastrengir," segir Ívar.

22 tilboð bárust í framkvæmdina.