Egill Ólafsson ásamt fríðu föruneyti.
Egill Ólafsson ásamt fríðu föruneyti.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
GOSPEL-SYSTUR Reykjavíkur eru á ferð og flugi vestanhafs þessa dagana og eru nú á leið til New York, eftir vel heppnaða dvöl í New Orleans, sem stundum hefur verið nefnd vagga gospeltónlistarinnar.

GOSPEL-SYSTUR Reykjavíkur eru á ferð og flugi vestanhafs þessa dagana og eru nú á leið til New York, eftir vel heppnaða dvöl í New Orleans, sem stundum hefur verið nefnd vagga gospeltónlistarinnar. Gospel-systurnar héldu eina til tvenna tónleika á dag, allan þann tíma sem þær dvöldust í New Orleans.

Að þeirra sögn var hápunktinum þó náð er þær komu fram í Praline Connection, öðrum af tveim vinsælustu "Gospel Brunch"-stöðum borgarinnar.

Gospel-systurnar hafa komið víða við í New Orleans og þéttskipuð dagskrá hefur sett svip sinn á ferðina.

Þær hlutu leiðsögn bandarísks gospel-kórstjóra, sem er afar nafntogaður þar í landi. Einnig héldu þær tónleika með fjórum öðrum gospel-kórum í Gentilly Baptiste-kirkjunni í New Orleans.

Meðfylgjandi myndir eru svo frá tónleikum kórsins í Storeyville-klúbbnum á Burbon-stræti. Með systrunum kom fram söngvarinn Egill Ólafsson auk fjögurra manna hljómsveitar undir stjórn Stefáns S. Stefánssonar.

Viðstaddir kunnu mjög vel að meta flutning Íslendinganna á gospel-söngvunum.