Inga Einarsdóttir og Hilary Faulkner.
Inga Einarsdóttir og Hilary Faulkner.
NÚ í september er lokið flutningi og uppsetningu nýrrar verslunar Laura Ashley á Íslandi.

NÚ í september er lokið flutningi og uppsetningu nýrrar verslunar Laura Ashley á Íslandi. Hilary Faulkner, sölustjóri fyrirtækisins á Englandi, hefur verið hér á landi síðustu daga til að leggja síðustu hönd á verkið og samþykkja útlit hinnar nýju verslunar.

Verslun Laura Ashley verður nú eingöngu rekin í nýju húsnæði í Bæjarlind

14 - 16, Kópavogi. Verslunarhúsnæðið er rúmir 200 fermetrar og allt á einni hæð, bjart og rúmgott húsnæði með nægum bílastæðum. Húsnæðið býður upp á mun meiri möguleika en áður var.

Verslun Laura Ashley hefur verið starfrækt á Íslandi í næstum tuttugu ár. Móðurfyrirtækið er með höfuðstöðvar í Englandi en vörurnar eru framleiddar víða um heim. Fyrirtækið er almenningshlutafélag, en var upphaflega stofnað af samnenfndri konu. Ennþá er lögð áhersla á að framleiða vörur úr náttúrulegum efnum, en þægindi og klassískt útlit eru enn í fyrirrúmi, segir í fréttatilkynningu. Mikil áhersla er lögð á kven- og telpufatnað, gluggatjaldaefni og veggfóður, púða, lampa og lampaskerma, auk heimilis- og gjafavöru.

Í tilefni þessara tímamóta verður kynning á versluninni og nýjum haustvörum laugardaginn 1. september. Sérstök tilboð verða í gangi alla næstu viku.