LAUGARDAGINN 1. september verður sett hverfishátíð í Laugarnesi sem ber nafnið "Laugarnes á ljúfum nótum". Hátíðin fer fram við Laugarnesskóla milli klukkan 13:00 og 15:00.

LAUGARDAGINN 1. september verður sett hverfishátíð í Laugarnesi sem ber nafnið "Laugarnes á ljúfum nótum". Hátíðin fer fram við Laugarnesskóla milli klukkan 13:00 og 15:00.

"Laugarnes á ljúfum nótum" er samstarfsverkefni aðila í Laugarneshverfinu sem sinna þjónustu fyrir börn og unglinga. Hátíðin er hugsuð sem skemmtun fyrir fólk á öllum aldri og að auki til að efla samstarf í hverfinu og kynna þá þjónustu sem börn og unglingar hafa aðgang að.

Á hátíðinni verða flutt mörg skemmtiatriði. Þar koma m.a. fram unglingahljómsveitin Íbúfen, Hreiðar söngfugl tekur lagið og fer í leiki með krökkunum, Signý, ung söngkona úr Laugalækjarskóla, syngur , kenndur verður dans ársins og Snjall og Snjöll kíkja í heimsókn. Sýnd verður stuttmynd sem kvikmyndaáhugamenn úr Laugalækjarskóla unnu. Einnig verður hoppkastali, sumargrín, andlitsmálning, brettapallur, körfubolta- og handboltakynning. Gestir geta keypt sér léttar veitingar og blöðrur fyrir börnin.