LYFJAVERSLUN Íslands hf.

LYFJAVERSLUN Íslands hf. hefur falið lögmanni að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að ganga frá því með formlegum hætti að Jóhann Óli Guðmundsson skili 170 milljónum króna af nafnverði hlutafjár í Lyfjaverslun sem honum höfðu verið afhentar sem greiðsla upp í kaupverð á Frumafli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjaverslun í tengslum við hálfsársuppgjör félagsins sem birt var í gær.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júlí síðastliðnum að ákvörðun meirihluta fyrri stjórnar Lyfjaverslunar um kaup á Frumafli hafi verið ólögmæt.

Tap af rekstri félagsins

Rekstrarniðurstaða Lyfjaverslunar á fyrstu sex mánuðum þessa árs var neikvæð um 32 milljónir króna en á sama tíma í fyrra var hins vegar hagnaður upp á 32 milljónir.

"Lyfjaverslun Íslands er að reyna aðbeina athyglinni frá lélegum rekstrarárangri að hlutum, sem ekki hafa neitt með þann árangur að gera," sagði Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Frumafls, inntur eftir viðbrögðum sínum við umræddri ákvörðun Lyfjaverslunar Íslands.