TORFI Jónsson opnar sýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag, laugardag kl. 16. Torfi er fæddur 2. apríl 1935 á Eyrarbakka. Hann lauk námi við listaháskólann í Hamborg 1962. Torfi hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði innanlands og utan.

TORFI Jónsson opnar sýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag, laugardag kl. 16. Torfi er fæddur 2. apríl 1935 á Eyrarbakka. Hann lauk námi við listaháskólann í Hamborg 1962.

Torfi hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði innanlands og utan.

Þessi sýning sýnir kalligrafíu og vatnslitaverk sem unnin eru á ríspappír (japanskan pappír).

Listhús Ófeigs er opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga kl. 11-16.00. Sýningin stendur til 19. september.