SJÓNRÆNT barnaleikhús frá Litháen, Vaivoryksté, verður í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 13-14. Sýningin er ætluð ungum börnum en Vaivoryksté er litháska og þýðir regnbogi.

SJÓNRÆNT barnaleikhús frá Litháen, Vaivoryksté, verður í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 13-14.

Sýningin er ætluð ungum börnum en Vaivoryksté er litháska og þýðir regnbogi. Litríkar verur tala, hreyfa sig, syngja, dansa og breyta um stærð og skipta um lit. Bak við glugga með lituðu gleri skapa leikararnir A. Butvilas, P. Mendeika og S. Bernotaite með röddum og plastbrúðum tugi persóna en leikhúsið nálgast mjög tækni teiknimyndanna.

Sýningarnar eru á íslensku, textinn er stuttur þar sem lifandi hreyfingar og atvik eru aðalatriðið og tónlist sem er sérstaklega samin fyrir leikhúsið. Sýningin tekur 30-50 mínútur.

Aðgangur er ókeypis.