Þetta tónlistaratriði var meðal þess sem boðið var upp á í gær.
Þetta tónlistaratriði var meðal þess sem boðið var upp á í gær.
TVÆR nýjar deildir taka til starfa í Listaháskóla Íslands, hönnunardeild og tónlistardeild, en skólinn var settur í þriðja sinn í gær með stuttri dagskrá í porti leiklistardeildar á Sölvhólsgötu 13. Fyrir eru starfandi myndlistardeild og leiklistardeild.

TVÆR nýjar deildir taka til starfa í Listaháskóla Íslands, hönnunardeild og tónlistardeild, en skólinn var settur í þriðja sinn í gær með stuttri dagskrá í porti leiklistardeildar á Sölvhólsgötu 13. Fyrir eru starfandi myndlistardeild og leiklistardeild. Um hundrað nemendur hefja nám á fyrsta ári við skólann en umsóknir um skólavist voru 337. Alls eru um 250 nemendur í fullu námi.

Auk þess starfrækir skólinn símenntunardeild, Opna háskólann, þar sem á haustönn verða í boði rúmlega 30 námskeið fyrir almenning, og fjölda sjálfstæðra fyrirlestra um listir og listtengd efni.