NÁTTÚRAN í haustskrúða er yfirskrift dagskrár sem umhverfisfræðslusetur Landverndar í Alviðru í Ölfusi býður grunnskólanemum frá 27. ágúst til 31. október.

NÁTTÚRAN í haustskrúða er yfirskrift dagskrár sem umhverfisfræðslusetur Landverndar í Alviðru í Ölfusi býður grunnskólanemum frá 27. ágúst til 31. október.

Náttúruskoðun og útivist er þar efst á baugi, nemendur taka virkan þátt í dagskránni og markmiðið er að þeir hafi bæði gagn og gaman af dvölinni.

Nemendur af öllum stigum grunnskólans heimsækja Alviðru en 6. bekkur er sá bekkur sem flestir skólar kjósa að koma með.

Fullbókað var á dagskrána haustið 2000.

Nú hefur verið bókað út september en nokkrir dagar eru lausir í október.