MÁNUDAGINN 3. september, kl. 20 verður kynning í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105, á verkefnum sem sjálfboðaliðar Rauða krossins inna af hendi.
MÁNUDAGINN 3. september, kl. 20 verður kynning í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105, á verkefnum sem sjálfboðaliðar Rauða krossins inna af hendi. Megintilgangur kynningarinnar er að afla sjálfboðaliða á öllum aldri í 4-10 tíma á mánuði til þeirra fjölbreyttu verkefna sem unnin eru í þágu mannúðar, enda er sjálfboðastarf undirstaða Rauða kross hreyfingarinnar hér á landi sem um heim allan. Dæmi um verkefni í höndum sjálfboðaliða eru: heimsóknir til lasburða fólks, sölubúðir, skyndihjálp, símaviðtöl, unglingastarf, handverk, átaksverkefni o.fl. Allir sem vilja vita meira um framlag sjálfboðaliða Rauða krossins til samfélagsins eru velkomnir á kynningarfundinn.