EINAR Rafn Haraldsson, formaður samtakanna Afls fyrir Austurland, sagði að úrskurður Skipulagsstofnunar væri í samræmi við það sem hann hefði búist við. "Ég reiknaði alltaf með þessari niðurstöðu.

EINAR Rafn Haraldsson, formaður samtakanna Afls fyrir Austurland, sagði að úrskurður Skipulagsstofnunar væri í samræmi við það sem hann hefði búist við.

"Ég reiknaði alltaf með þessari niðurstöðu. Ég átti alltaf von á því að Skipulagsstofnun myndi heimila þessa verksmiðju. Hún setur í úrskurðinum skilyrði um mengun og fleira og mér finnst það bara eðlilegt," sagði Einar.

Hann sagði að miðað við það sem á undan væri gengið ætti hann ekki von á öðru en að einhver yrði til að kæra úrskurðinn til umhverfisráðherra. "Það kæmi mér á óvart ef þeir sem eru andvígir álveri og virkjun láta þetta afskiptalaust. Þær athugasemdir sem komu við umhverfismatið voru hins vegar sárafáar og raunar höfðu menn út af sárafáu að kvarta. Ég held að menn hafi almennt viðurkennt að þetta var vönduð matsgerð."