***½ The Best of Mike Myers *** Bad Boys **½ Hosted by Jerry Seinfeld Aðalhlutverk í höndum leikara Saturday Night Live, (80-90 mín. hver spóla). Bandaríkin 1999 (samantekt). Bergvík. Bönnuð innan 12 ára.

SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR Saturday Night Live hafa verið eins konar útungunarstöð fyrir bandaríska gamanleikara svo lengi sem miðaldramenn muna. Og eru Steve Martin, John Belushi, Robin Williams, Billy Crystal, Bill Murray, Eddie Murphy, Chris Rock, Adam Sandler og Mike Myers eru nokkur þeirra nafna sem hægt er að nefna. Eins og gefur að skilja er grínið misjafnlega fyndið í þáttum sem sýndir eru vikulega mestanhluta ársins og það í beinni útsendingu. Því er þessi framsetning e.t.v. vænlegust til að koma til skila snilldinni sem þar hefur verið flaggað. Pakka saman bestu brotum úr þáttunum, efnislega eða með ákveðnum einstaklingum sem þótt hafa standa upp úr.

Seinfeld-spólan er síst af þeim þremur sem nýverið komu á markað hér, enda er úr minnstu þar að moða. Bad Boys, safn með grínbútum helstu fánabera þáttanna í dag, er smellið en bliknar í samanburði við bestu stundir snillingsins Mikes Myers. Þar fer grínsafn sem uppúr stendur. Grátfyndið frá upphafi til enda og hægt að njóta aftur og aftur.

Skarphéðinn Guðmundsson