VERÐ á bensíni hækkar um 90 aura í dag. Hjá Olíufélaginu og Olís hækkar verð á 95 oktana og 98 oktana bensíni um 90 aura, en hjá Skeljungi breytist einungis verð á 95 oktana bensíni. Eftir hækkunina kostar 95 oktana bensín 99,70 kr.

VERÐ á bensíni hækkar um 90 aura í dag. Hjá Olíufélaginu og Olís hækkar verð á 95 oktana og 98 oktana bensíni um 90 aura, en hjá Skeljungi breytist einungis verð á 95 oktana bensíni.

Eftir hækkunina kostar 95 oktana bensín 99,70 kr. lítrinn hjá þessum þremur olíufélögum. 98 oktana bensín kostar eftir verðbreytingu 104,40 kr. hjá Olíufélaginu og Olís. Verð á öðru eldsneyti, þar á meðal 99 oktana Shell V-Power, breytist hins vegar ekki, en það kostar 125 kr.

Ofangreint verð er án afsláttar sem víða er boðið upp á á bensínstöðvum. Verð hjá ÓB-bensíni breytist ekki, en þar kostar 95 oktana bensín 95,30 kr. Engar breytingar verða á dísilolíu eða öðrum tegundum eldsneytis.

Olíufélögin vísa til verðhækkana á heimsmarkaði í rökstuðningi sínum fyrir verðbreytingunni. Fram kemur í tilkynningu Olís að gengi Bandaríkjadollars gagnvart krónu hafi verið hagstæðara sem vinni gegn frekari hækkun.