Uppgjafarhermenn frá Rússlandi, Bretlandi og fleiri þjóðum Bandamanna í seinni heimsstyrjöld héldu upp á það í Arkangelsk í gær að sextíu ár voru þá liðin frá því að fyrsta skipalestin frá Bretlandi kom til hafnar hinn 31. ágúst árið 1941.

Uppgjafarhermenn frá Rússlandi, Bretlandi og fleiri þjóðum Bandamanna í seinni heimsstyrjöld héldu upp á það í Arkangelsk í gær að sextíu ár voru þá liðin frá því að fyrsta skipalestin frá Bretlandi kom til hafnar hinn 31. ágúst árið 1941. Skipalestin flutti hergögn til að auðvelda Sovétmönnum baráttuna gegn þýska hernum.

Fimmtíu og einn uppgjafarhermaður tók þátt í hátíðahöldunum og sjást nokkrir rússneskir og breskir hermenn hér skála í vodka.